Bubbi Morthens Syneta Lyrics

Milli jóla og nýjárs um nótt við komum
í nístingskulda, slyddu og él.
Syneta hét skipið sem skreið við landið
með skaddað stýri og laskaða vél.

Við austurströndina stóðum á dekki,
störðum í sortans kólguský,
drunur brimsins bárust um loftið,
bæn mín drukknaði óttanum í.

Innst í firðinum sáum við ljósin lýsa
ljósin sem komu þorpinu frá,
um síðir þau hurfu í hríðina dökku,
um hjörtu okkar flæddi lífsins þrá.

Þessa nótt skipið á Skrúðnum steytti,
skelfing og ótti tóku öll völd.
Í bátana komumst við kaldir og þreyttir,
Í kolsvarta myrkri beið aldan köld.

Þá nótt við dóum, drottinn minn góður,
drukknuðum bjarglausir einn og einn.
Himinn og haf sýndust saman renna,
okkar síðasta tak var brimsorfinn steinn.

Í þangi við fundumst, en fimm ennþá vantar,
fjörunni aldan skilaði oss,
í hús á börum við bornir vorum
með bláa vör eftir öldunnar koss.

Ef þú siglir um sumar vinur
og sérð við Skrúðinn brimsorfin sker,
viltu biðja þeim fyrir er fórust,
þeim fimm sem aldrei skiluðu sér.

See also:

72
72.40
Pont aeri vol. 5 Take a trip Lyrics
Snail สเนล รักมันทำให้น้อยใจ Lyrics