Sálin hans Jóns míns Töfrandi Lyrics
[lag: Guðmundur Jónsson / texti: Friðrik Sturluson]
Það er undarleg kennd alltaf inni í mér
því að augu þín sjá mig hvert sem ég fer,
eins og elding lýsa leiftur skær,
ég lamaður er alveg niður í tær.
Hef takmark sett, en aldrei því náð.
Þú átt undir rifi, augnaráð.
Ég sé töfrandi augun blá,
það á mér töfrandi taki ná.
Af þeirra völdum ég fell í dá
- fell í stafi.
Ég vankaður bæði og vonlaus er.
Þú vefur mér stöðugt um fingur þér.
ég get höndum tekið heitan tein,
get höfðinu barið við harðan stein.
Er atóm klofnar með hvell' í tvennt,
það er augnablik af himni sent.
Ég sé töfrandi augun blá,
það á mér töfrandi taki ná.
Af þeirra völdum ég fell í dá
- fell í stafi.
Já, það er bagalegt, ég blindaður er.
Ég brenn og hverf inn í sólina.
Nú þegar mýflugan að úlfalda orðin er.
Agalegt er að óska sér.
Allur endasendist í logana.
Ég sé töfrandi augun blá,
það á mér töfrandi taki ná.
Af þeirra völdum ég fell í dá
- fell í stafi.
Töfraaugun þín taki ná,
töfraaugun þín taka frá
ráð og rænu, ég fell í dá
- fell í stafi.
See also:
JustSomeLyrics
94
94.43
Sakin Bu Defa Lyrics
Eddie Vedder & Zeke Believe in miracles Lyrics