Sálin hans Jóns míns Eitt og eitt Lyrics

[lag: Guðmundur Jónsson / texti: Stefán Hilmarsson]

Í fyrstu taktur, svo týnast þeir inn
tónarnir smám saman og gítarinn.
Sjá versið fæðist og fær á sig snið
og fyrr en varir tekur annað við.

Málið er einfalt -en flókið í senn,
-hver fingur tilbúinn og tæknimenn.
Bergmál úr salnum berst til þín,
-Þú bíður spenntur eftir króknum.

Ég segi: Fátt er verra en slen.
Því væri ráð að þú stykkir af stað,
og öll þín limaburðar-gen
þau lifna við og þú breytist í villidýr.

Rafmagnið flæðir í fangið á þér.
Í fjólubláum geisla mæta mér
starandi augu tvö á stilkum alveg hreint.
-Stimamjúkir reyna ljóst og leynt.

Bergnumið alveg í baráttu við
að botn' í textanum er kvenkynið.
Á meðan gumar í makindum spá
-og muna bara eftir króknum.

Ég segi: Fátt er verra en slen.
Því væri ráð að þú stykkir af stað,
og öll þín limaburðar-gen
þau lifna við og þú líður um allt.

Fátt er verra en slen.
Því væri ráð að venda kvæði í kross
og kom´ úr stökki niður á hnén.
Þú lifnar við og þú breytist í villidýr.

See also:

95
95.125
Nena kaputt Lyrics
Nena Es gibt so viele Möglichkeiten Lyrics