Sprengjuhöllin Keyrum yfir Ísland Lyrics

Keyrum yfir Ísland
Lag: Snorri Helgason
Texti: Bergur Ebbi Benediktsson

A C/G, Dm, C/G, Dm, C/G, Em, G
B G, C/G, G, F, D
C Am, G, F, D, G, D, G

A
Förum út í sveit
Tök__ nesti inn á stöð
Kaupum þykkmjólk bjór og snúða.
Þú mátt koma með
Það er pláss í bílnum fyrir einn
En við viljum enga lúða.
B
Við ætlum að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði, fjöll og tanga.

A
Þarna er skólahús
Þar lásu börn um danskan kóng
En núna sést þar varla sála.
Stoppum inn við fljót
Hendum línum oní vatn
Veiðum bleikju, lax og ála.
B
Við ætlum að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði fjöll og tanga.

A
Við túnfót inn við fell
Við reisum tjöld og grillum fisk
Sötrum dósir söngbrjóst þenjum.
Einn er orðinn hress
Er ber að neðan upp á hól
Stendur þar og sveiflar keðju.
B
Við ætlum að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði fjöll og tanga.

C
Það er júnínótt
En enginn okkar sefur rótt
Því það er alltof gaman - alltof mikið grín.

A
Ég vil aldrei snúa við
Þar er ekkert fyrri mig
Klífum hæstu fjöll og tinda.
Þú finnur mig hér uppfrá
Því ég lifi nú hér uppfrá
Í sátt við veður öll og vinda.

B
Ég er búinn að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði fjöll og tanga.

See also:

105
105.2
P.Daddy feat. R. Kelly Satisfy You Lyrics
崔健 花房姑娘 Lyrics