Bergþóra Árnadóttir; Hvar er Friður Lyrics

Hvers vegna verð ég nú

að veita ákveðin svör

er það af því að engri trú

skal ýtt úr friðsælli vör?

Þarf ég að segja þér minn hug

um það sem ég fæ ei breytt

og æskja þess, að einhvers dug

ég á mig geti reitt?

Hvar er friður, hvar er vinna,

hvar er hönd sem býður sátt

hvaða þáttum þarf að sinna

til að þokast í rétta átt?

Það er svo oft, að ég ei sé neyð

og ekkert heyri um stríð.

Þá virðist mér gatan vera breið

og veröldin öll s_____íð.

Svo koma þeir dagar, að kikna ég

undan kærleikans heljarslóð

þá ósjálfrátt lendi ég utan við veg

og ekkert sé, nema blóð.

Hvar er friður ...

Ég á mér trú, ég á mér von,

að einhvern tíma sloti

og stærsta veldis sterki son

steypi sér og roti,

þá, sem elda silfur svart

og svikum beita þjóðir,

að allt muni verða aftur bjart

og allir vinir góðir.

Þá verður friður, engin sprengja,

allir systkin, hvar sem er,

engin hörmung, engan mun svengja

allt mun gott á jörðu hér.

See also:

119
119.107
Sabaton 40:1 Lyrics
Delfonics ME AND MRS. JONES Lyrics