Bergþóra Árnadóttir Þjóðarblómið Lyrics

Við jökulrönd í brekku lifir blóm
og brosir þar í augnsýn hárra tinda,
það unir jafnt við stormsins sterka hljóm
og stunu hinna ljúfu sunnanvinda.
Og brosið það er hýtt og hreint og tært
og himnesk fegurð af því fær að ljóma.
Hér sé ég loks það allt sem er mér kært,
þá eilífð sem er geymd í faðmi blóma.

Svo sæll ég fæ að lofa stað og stund
er stend ég hér sem vakinn upp af doða.
Þá sé ég menn sem ganga hratt um grund,
af gáleysi þeir yfir völlinn troða,
svo sé ég þegar fellur fögur jurt,
ég finn að einhver skelfing er á seyði
því lítið blóm með slægð er slitið burt
og slóðin öll er tætt og lögð í eyði.

Jafnvel þó að fórn sé fögur dyggð
og fallið geti opnað sigurbrautir
þá ber ég samt í brjósti harm og hryggð
er horfi ég á fótum troðnar lautir
og sé þá jörð sem hlotið hefur dóm
sem heimskir menn af græðgi fengu bruggað.
Við jökulrond í brekku liggur blóm.
Ég bið til Guðs, en ekkert fær mig huggað.

See also:

119
119.107
Alejandro Sanz ft. Ivete Sangalo Corazón Partío Lyrics
Shakira Hips Dont Lie [ Featuring Wycelf Jean ] Lyrics