Bergþóra Árnadóttir Ljóð án Lags Lyrics

Ég reyndi að syngja

en rödd mín var stirð og hás,

eins og ryðgað járn

væri sorfið með ónýtri þjöl.

Og ég reyndi á ný,

og ég grét og ég bað eins og barn.

Og brjóst mitt var fullt af söng,

en hann heyrðist ekki.

Og brjóst mitt t__raði

af brimgný æðandi tóna,

og blóð mitt ólgaði og svall

undir hljómfalli lagsins.

Það var söngur hins þjáða,

hins sjúka, hins vitfirrta lífs

í sótthita dagsins,

en þið heyrðuð það ekki.

See also:

119
119.107
Shakira Hips Dont Lie [ Featuring Wycelf Jean ] Lyrics
Bergþóra Árnadóttir; Verkamaður Lyrics