Bubbi Rómeó og Júlía Lyrics
Uppi í risinu sérðu lítið ljós,
heit hjörtu, fölnuð rós.
Matarleifar, bogin skeið,
undan oddinum samviskan sveið.
Þau trúðu á draumamyrkrið svalt,
draumarnir tilbáðu þau.
Fingurnir gældu við stálið kalt,
lífsvökvann dælan saug.
Draumarnir langir runnu í eitt,
dofin þau fylgdu með,
sprautan varð lífið, með henni gátu breytt
því sem átti eftir að ske.
Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef,
óttann þræddu upp á þráð.
Ekkert gat skeð því það var ekkert ef,
ef vel var að gáð.
Hittust á laun, léku í friði og ró,
í skugganum sat Talía.
Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó,
við hlið hans sat Júlía.
Trúðu á draumamyrkrið svalt,
draumarnir tilbáðu þau.
Rómeó - Júlía.
Þegar kaldir vindar haustsins blása,
naprir um göturnar,
sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása
í von um líf í æðarnar.
Því Rómeó villtist inn á annað svið,
hans hlutverk gekk ekki þar.
Of stór skammtur stytti þá bið
inni á klósetti á óþekktum bar.
Hittust á laun , léku í friði ...
See also:
JustSomeLyrics
43
43.48
Sarah McLachlan Song for a writer's night Lyrics
Nick Lowe Lead Me Not Lyrics